Stríð gegn hryðjuverkum notað sem skálkasjól til hlerana 28. nóvember 2006 18:30 Ólafur Hannibalsson MYND/Vilhelm Ólafur Hannibalsson segir í uppsiglingu að stríðið gegn hryðjuverkum verði notað með sama hætti og kalda stríðið, til að afsaka hleranir á símum fólks. Bæði heima- og vinnusími föður hans voru hleraðir þegar hann var þingmaður og forseti Alþýðusambandsins á sjöunda áratugnum. Gögn frá Þjóðskjalasafninu staðfesta að símar Hannibals Valdimarssonar voru hleraðir árið 1961 og ekki er tilgreint hvað þær hleranir stóðu lengi. Ólafur, sonur Hannibals, segir rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir hlerununum mjög óljósan. Ólafur segir að í beiðni dómsmálaráðuneytisins um hlerarnirnar á sínum tíma, sé talað um að heitar umræður séu í þjóðfélaginu og hótanir liggi nánast í loftinu um valdbeitingu sem geti ógnað öryggi ríkisins. Á þessum tíma stóðu yfir heitar deilur á Alþingi um samninginn um 12 mílna fiskveiðilögsögu Íslands og greinilegt að ráðmenn vildu vita hvað Hannibal hafði að segja í síma Alþýðusambandsins og heimasíma sinn. En Hannibal var þá þingmaður Alþýðubandalagsins og hafði verið félagsmálaráðherra í ríkisstjórn sem sat á undan þáverandi stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks - viðreisninni. Hannibal þótti róttækur og hafði m.a. verið fluttur í böndum frá Bolungarvík til Ísafjarðar árið 1932 vegna afskipta hans af verkalýðsmálum. Ólafur segir að það geti vel verið að stjórnvöld hafi haft ástæðu til að óttast stjórnmálamanninn Hannibal Valdimarsson, en málið snúist ekki um það. "Málið snýst um grundvallarréttindi allra borgara í þessu þjóðfélagi, að þeir geti óhultir talað í sína síma og átt sín símtöl eins og þau séu innan fjögurra veggja. Þar við bætist að hann átti rétt sem þingmaður á þinghelgi," segir Ólafur. Gögnin sem Þjóðskjalasafnið hefur afhent Ólafi eru afrit af bréfi dómsmálaráðuneytisins, þar sem farið er fram á úrskurð um hleranir á símum Hannibals og afrit af úrskurði sakadómarans. Ólafur segir að allra leiða verði leitað til að fá öll gögn um þessar hleranir og bakgrunn þeirra upp á yfirborðið. "Við viljum fá að vita hverjir framkvæmdu hlerarnirnar, hvar þær voru framkvæmdar og hvað þær stóðu lengi," segir Ólafur. Þá segir hann nauðsynlegt að fá upplýst hvert hlerararnir fóru með sínar upplýsingar, til hvaða manna og hvort málið hafi e.t.v. náð út fyrir landsteinana. Þar segist Ólafur eiga við, hvort upplýsingunum hafi verið miðlað til erlendra ríkja. Ólafur telur ástæðu til að óttast að stjórnvöld í dag beiti svipuðum vinnubrögðum. Nú sé í uppsiglingu að nota s.k. stríð gegn hryðjuverkum á svipaðan hátt og kalda stríðið. "Þannig að enginn megi vera óhultur fyrir föðurlegri umsjá ríkisvaldsins, þannig að þeir geti farið inn í síma hvenær sem er og hvar sem er," segir Ólafur Hannibalsson. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Ólafur Hannibalsson segir í uppsiglingu að stríðið gegn hryðjuverkum verði notað með sama hætti og kalda stríðið, til að afsaka hleranir á símum fólks. Bæði heima- og vinnusími föður hans voru hleraðir þegar hann var þingmaður og forseti Alþýðusambandsins á sjöunda áratugnum. Gögn frá Þjóðskjalasafninu staðfesta að símar Hannibals Valdimarssonar voru hleraðir árið 1961 og ekki er tilgreint hvað þær hleranir stóðu lengi. Ólafur, sonur Hannibals, segir rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir hlerununum mjög óljósan. Ólafur segir að í beiðni dómsmálaráðuneytisins um hlerarnirnar á sínum tíma, sé talað um að heitar umræður séu í þjóðfélaginu og hótanir liggi nánast í loftinu um valdbeitingu sem geti ógnað öryggi ríkisins. Á þessum tíma stóðu yfir heitar deilur á Alþingi um samninginn um 12 mílna fiskveiðilögsögu Íslands og greinilegt að ráðmenn vildu vita hvað Hannibal hafði að segja í síma Alþýðusambandsins og heimasíma sinn. En Hannibal var þá þingmaður Alþýðubandalagsins og hafði verið félagsmálaráðherra í ríkisstjórn sem sat á undan þáverandi stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks - viðreisninni. Hannibal þótti róttækur og hafði m.a. verið fluttur í böndum frá Bolungarvík til Ísafjarðar árið 1932 vegna afskipta hans af verkalýðsmálum. Ólafur segir að það geti vel verið að stjórnvöld hafi haft ástæðu til að óttast stjórnmálamanninn Hannibal Valdimarsson, en málið snúist ekki um það. "Málið snýst um grundvallarréttindi allra borgara í þessu þjóðfélagi, að þeir geti óhultir talað í sína síma og átt sín símtöl eins og þau séu innan fjögurra veggja. Þar við bætist að hann átti rétt sem þingmaður á þinghelgi," segir Ólafur. Gögnin sem Þjóðskjalasafnið hefur afhent Ólafi eru afrit af bréfi dómsmálaráðuneytisins, þar sem farið er fram á úrskurð um hleranir á símum Hannibals og afrit af úrskurði sakadómarans. Ólafur segir að allra leiða verði leitað til að fá öll gögn um þessar hleranir og bakgrunn þeirra upp á yfirborðið. "Við viljum fá að vita hverjir framkvæmdu hlerarnirnar, hvar þær voru framkvæmdar og hvað þær stóðu lengi," segir Ólafur. Þá segir hann nauðsynlegt að fá upplýst hvert hlerararnir fóru með sínar upplýsingar, til hvaða manna og hvort málið hafi e.t.v. náð út fyrir landsteinana. Þar segist Ólafur eiga við, hvort upplýsingunum hafi verið miðlað til erlendra ríkja. Ólafur telur ástæðu til að óttast að stjórnvöld í dag beiti svipuðum vinnubrögðum. Nú sé í uppsiglingu að nota s.k. stríð gegn hryðjuverkum á svipaðan hátt og kalda stríðið. "Þannig að enginn megi vera óhultur fyrir föðurlegri umsjá ríkisvaldsins, þannig að þeir geti farið inn í síma hvenær sem er og hvar sem er," segir Ólafur Hannibalsson.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira