Innlent

Vaxandi skuldsetning ungra einhleypra karla

Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna MYND/Vilhelm Gunnarsson

Ungir einhleypir karlmenn og einstæðar mæður eru skuldsettust allra og í erfiðustu fjárhagskröggunum. Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra, ætlar að láta kanna stöðu einstæðra karla sérstaklega. Þetta kom fram á ársfundi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Hópurinn sem leitar til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna hefur breyst undanfarin ár, að sögn Ástu Sigrúnar Helgadóttur, forstöðumanns. Skuldsettasti hópurinn er sem fyrr einstæðar mæður en hópur einhleypra karla hefur vaxið mest að undanförnu. Ríkið áskilur sér rétt til að hirða allt að 75% tekna einstaklinga sem skulda skatt og meðlagsgreiðslur og í þann hóp falla margir þessara skuldsettu karla. Af þessum orsökum hrekst þessi hópur oft út í svarta vinnu.

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði eftir fundinn að þessi þróun væri áhyggjuefni og hyggst hann mynda starfshóp á næstu dögum til að fara yfir stöðu mála hjá þessum hópi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×