

Gæði og samkeppni í námsgagnagerð
Námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs, skrifar Illugi Gunnarsson í Fréttablaðinu 17. sept. sl. Mikið rétt. Og því þarf að fara varlega í að breyta því fyrirkomulagi sem hefur gefið góða raun. Auðvitað væri gott að búa við meiri fjölbreytni í námsgögnum. En fjölbreytnin er ekki markmið sem ryður öllum öðrum úr vegi. Betra er að hafa eina góða kennslubók en tvær vondar. Gott námsefni er meira um vert en kórrétt hagfræðikenning.
Skólarnir hafa ekki mikið svigrúm nú um stundir til að útvega sér annað námsefni en frá Námsgagnastofnun og Illugi mælir með að þetta svigrúm verði aukið. Það er ekki nema réttmætt og gott en ein af ástæðunum fyrir þessu litla svigrúmi er að lítið annað hefur staðið til boða. Forlögin og önnur fyrirtæki, sem starfa á einkamarkaði, hafa ekki sinnt námsgagnagerð fyrir grunnskóla að neinu gagni. Orsök verður afleiðing í slíkri stöðu og afleiðing orsök. Illugi kallar líka eftir meiri hvata fyrir kennara að semja eigin námsgögn og selja þau. Þetta er líka góð hugmynd og ekki nema rétt að grunnskólakennarar fái betri aðgang að fjármagni til að búa til námsefni eins og framhaldsskólakennarar hafa.
Kennarar semji námsefni?Bót væri að því að fleiri aðilar en Námsgagnastofnun gætu gefið út vandað námsefni fyrir grunnskóla. Hugsanlega munu einkaforlögin með tíð og tíma koma sér upp kunnáttu til að taka þátt í slíkri starfsemi þó að ekki bóli á því enn. En er líklegt að kennarar taki sig til sjálfir og framleiði námsefni sem verði raunverulegur valkostur fyrir kennara og nemendur?
Það er meiri eftirspurn en framboð á hæfum námsefnishöfundum. Ef vel á að vera þurfa þeir að hafa þrjá kosti til að bera: í fyrsta lagi kennslureynslu, helst af viðkomandi skólastigi, í öðru lagi fagþekkingu á viðfangsefninu sem fjallað er um og í þriðja lagi færni til að miðla efninu á aðlaðandi, skýran og traustan hátt. Auk þess þarf höfundurinn tíma til að sinna þessu verki af alúð og fá góð ráð og sérfræðiaðstoð. Útvega þarf myndefni, frumgert eða aðfengið, með fullum rétti og greiðslum, semja kennsluleiðbeiningar og leiða kennara og nemendur að nýja efninu.
Einsamall kennari eða fræðimaður ræður ekki við þetta verkefni. Hann þarf stuðningsnet til að það takist. Hins vegar er gott að kennarar fái aðstoð til þess að þróa sitt eigið stuðningsefni til að þjóna nemendum sínum og sumt af því getur síðan gengið í gegnum frekara ferli og orðið almennt námsefni. Líklegra er að svo takist til ef fjármunum er veitt til málsins og kennaramenntunin verður lengd.
Hvernig eru námsefnishöfundar?Hópurinn, sem semur námsefni fyrir Námsgagnastofnun, er býsna fjölbreyttur og þar eru kennarar virkjaðir ásamt fólki með aðra reynslu, menntun og hæfileika. Ég nefni hér þá sem kallaðir hafa verið til að semja kennslubækur, leiðbeiningar og annað efni í sögukennslu frá því að síðasta aðalnámskrá kom út 1999 vegna þess að þar þekki ég best til:
- Kennslufræðingur og grunnskólakennari með langa reynslu, nú starfandi í Kennaraháskólanum (KHÍ).
- Sagnfræðingur og sögukennari á unglingastigi grunnskóla til margra ára.
- Sagnfræðingur og kennari með reynslu úr grunnskóla en einkum framhaldsskóla, nú í KHÍ.
- Sjálfstætt starfandi sagnfræðingar með mismunandi mikla reynslu af kennslu.
- Kennari með tuttugu ára reynslu af grunnskólakennslu og meistaragráðu í kennslufræðum, kennir nú við KHÍ.
- Rithöfundur sem hefur samið sögulegar skáldsögur og er þekktur fyrir þekkingu sína á sögu lands og þjóðar.
- Nýútskrifaðir kennarar frá KHÍ sem bjuggu til námsefni í lokaverkefnum sínum.
Margt af efninu sem þessir höfundar sömdu gekk í gegnum mikið breytingaferli í meðförum Námsgagnastofnunar og sérfræðinga hennar. Vonandi tekst að auka enn fjölbreytnina og vanda til verka þegar búin eru til námsgögn handa uppvaxandi kynslóð landsins sem á ekkert nema það besta skilið.
Skoðun

Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Vér erum úr sömu sveit
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?”
Ingrid Kuhlman skrifar

Réttlát leiðrétting veiðigjalda
Elín Íris Fanndal skrifar

Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar