Viðskipti innlent

Össur hf. kaupir annað stærsta stoðtækjafyrirtæki Frakklands

Mynd úr ársskýrslu Össurar hf
Mynd úr ársskýrslu Össurar hf
Össur hf. hefur keypt annað stærsta stoðtækjafyrirtæki Frakklands, Gibaud Group, fyrir um 101 milljón evrur eða tæplega 9,2 milljarða króna. Gibaud Group er forystufyrirtæki í Frakklandi á sviði þróunar og framleiðslu á stuðningstækjum með sérstakri áherslu á spelkur og vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir. Kaupin á Gibaud Group eru önnur stærstu fyrirtækjakaup Össurar og falla vel að þeirri stefnu félagsins að víkka út starfsemina á sviði stuðningstækja. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar sagði kaupin mikilvægan áfanga í sókn Össurar inn á stuðningstækjamarkaðinn: "Kaupin eru mikilvægur áfangi fyrir okkur og í samræmi við stefnu félagsins um að sameina þennan markað. Með kaupunum fær Össur einnig aðgang að nýjum og mikilvægum hluta evrópska markaðarins, sem er fyrir vörur til notkunar við blóðrásarmeðferð, sem fellur vel að sölukerfum stunðingstækjafyrirtækja. Evrópu." Gibaud var stofnað árið 1890 og hjá fyrirtækinu starfar 361 starfsmaður. Fyrirtækið rekur tvær starfsstöðvar, aðra í Saint Etienne og hina í Trevoux fyrir norðan Lyon.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×