Innlent

Vegir víða lokaðir vegna vatnavaxtanna

Brúnni yfir Hvítá við Brúarhlöð hefur verið lokað vegna vatnavaxta.
Brúnni yfir Hvítá við Brúarhlöð hefur verið lokað vegna vatnavaxta. MYND/Stöð 2
Vegfarendur eru varaðir við vatnavöxtum víða um land þar sem vatn gæti flætt upp á vegi. Skeiðavegur er ófær þar sem Hvítá flæðir yfir veginn við Brúarhlöð. Auðsholtsvegur, vegur 340, er ófær vegna vatnavaxta við bæinn Auðsholt. Það er ófært vegna vatnaskemmda við Ferjukot í Borgarfirði. Í Eyjafirði loka skriður vegi á þremur stöðum; á Hörgárdalsvegi við bæinn Skriðu, á Hólavegi við Grænuhlíð og á Eyjafjarðarbraut vestri er skriða í námunda við Skáldstaði. Eyjafjarðarbraut vestri er einnig í sundur vegna flóðs við Samkomugerði og má búast við að viðgerð þar taki einhverja daga.

Annars eru vegir víðast hvar auðir þótt enn sé hálka á einstaka heiðum. Hellisheiði eystri er opin en þar er varað við flughálku.

Það eru þungatakmarkanir í öllum landshlutum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×