Innlent

Kostnaður VG við forval 1,2 milljónir króna

MYND/Anton Brink

Forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu kostaði hreyfinguna rúma 1,2 milljónir króna samkvæmt tilkynningu sem barst frá flokknum í morgun.

Þar segir að þá sé ótalin öll sú gríðarlega sjálfboðavinna sem félagar lögðu fram. Frambjóðendur þurftu ekki að greiða þátttökugjald og segir í tilkynningunni að fjárhagur eigi ekki að ráða úrslitum um það hvort fólk komist til áhrifa.

Til að gefa öllum tækifæri til að kynna sig var ráðist í útgáfu blaðs þar sem hver frambjóðandi fékk eina blaðsíðu til umráða og komið var á framfæri upplýsingum um forvalið. Hönnun, prentun og dreifing blaðsins var stærsti kostnaðarliðurinn í forvalinu auk þess sem birt var auglýsing í Fréttablaðinu og lesnar auglýsingar í Ríkisútvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×