Innlent

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda rétt fyrir sjö í kvöld, á horni Rauðarárstígs og Laugavegs. Hann var fluttur á slysadeild, en að sögn lögreglu eru meiðsl hans talin vera minniháttar. Gatnamótunum var lokað í stutta stund en búið er að opna þau á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×