Innlent

Prófkjörskostnaður Nikolovs 2.615 krónur

Paul Nikolov hlaut þriðja sæti í forvali VG um síðustu helgi.
Paul Nikolov hlaut þriðja sæti í forvali VG um síðustu helgi. MYND/Stefán Karlsson

Paul Nikolov, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, birtir í dag uppgjör sitt vegna framboðs í forvali Vinstri - Grænna um liðna helgi. Heildarreikningurinn er 2.615 krónur, þá er með talið frímerkið á prófkjörstilkynninguna.

Paul sundurliðar kostnaðinn á heimasíðu sinni og kostnaðarliðirnir eru eftirfarandi:

"45 kr: Frímerki á bréf til kjörnefndar vegna tilkynningu vegna prófkjörs.

Tæp 700 kr: Heimagerð eplabaka.

1870 kr: Leigubíl í kjörstöðum á Skipholti.

Samtals: 2615 kr."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×