Innlent

Talsverður reykur og erfið jólahreingerning framundan

Lítilsháttar eldur kviknaði í þvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í kvöld en talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum en ekki þótti ástæða til að flytja hana á sjúkrahús vegna reykeitrunar, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en jólahreingerningin gæti orðið ærin á þessu heimili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×