Innlent

Mótmæltu meintu ofbeldi lögreglu í Reykjavík

Við lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Við lögreglustöðina við Hverfisgötu. MYND/Anton Brink

Hátt á annan tug manna stendur nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu með logandi kerti og mótmælir meintu ofbeldi lögreglumanna gegn fólki í varðhaldi. Tilefnið er að ungur maður lést um helgina eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl viku fyrr. Því máli hefur verið vísað til ríkissaksóknara.

Maðurinn sem var þrjátíu og eins árs var gestur á Radisson SAS Hótel Sögu á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum.Lögreglan var því kölluð á vettvang og lenti í átökum við manninn. Hann var í framhaldinu fluttur í handjárnum á lögreglustöðina á Hverfisgötu en rétt áður en þangað var komið stoppaði í honum hjartað.

Lífgunartilraunir hófust fyrir utan bílinn við lögreglustöðina og tókst sjúkraliði að lífga hann við. Hann var fluttur á gjörgælsludeild og var tvísýnt um ástand hans alla síðustu viku þar til hann lést á laugardag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×