Innlent

Flugfélög minnka losun gróðurhúsalofttegunda

MYND/Pjetur

Alþjóðasamtök flugfélaga hafa ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tíu prósent milli áranna 2000 og 2010. Þetta kom fram í máli Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Icelandair Group, á fundi Samtaka atvinnulífsins um loftslagsmál og atvinnulífið í dag.

Jón benti enn fremur á að á síðustu 40 árum hefðu losun gróðurhúsalofttegunda á hvern floginn farþegakílómetra minnkað um 70 prósent. Jón Karl benti enn fremur á að næsta kynslóð Boeing-flugvéla myndi nota 20 prósentum minna eldsneyti en sambærilegar vélar gera í dag. Hann teldi því að sérstakir umhverfisskattar á fyritæki væru ekki lausn, þvert á móti gætu þeir dregið úr möguleikum þeirra á að fjárfesta í nýrri tækni til að minnka losun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×