Innlent

Ljósin tendruð á jólatrénu í Garðabæ í dag

Ljós verða tendruð á jólatrénu á Garðatorgi í Garðabæ við athöfn sem hefst þar klukkan fjögur í dag. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 37. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan.

Athöfnin hefst rétt fyrir kl. 16:00 fyrir framan turninn á torginu og stendur í uþb klukkustund. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur fyrir gesti og Sigurlaug Garðarsdóttir Viborg, varaformaður Norræna félagsins í Garðabæ, býður gesti velkomna. Morten Strand, bæjarstjóri Asker, afhendir tréð fyrir hönd Asker og Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, veitir trénu viðtöku. Skólabörn úr Hofsstaðaskóla syngja nokkur lög fyrir viðstadda og að lokum má gera ráð fyrir því að jólasveinarnir komi til byggða og flytji jólalög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×