Innlent

Um tíu prósent hafa kosið utan kjörfundar hjá VG

MYND/Stefán

Vel á annað hundrað kusu utankjöfundar fyrir forval Vinstri - grænna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi sem fram fer á morgun vegna komandi þingkosninga.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram 28. og 30. nóvember. Að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru flokksins, hafa því um tíu prósent þeirra sem eru á kjörskrá neytt atkvæðisréttar síns en um 1800 manns eiga rétt á að greiða atkvæði í forvalinu.

Það hefst á morgun klukkan tíu og verður kosið á þremur stöðum á höfðuborgarsvæðinu, í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Kosningu lýkur klukkan 22 og verða fyrstu tölur birtar stuttu eftir það á kosningavöku í Iðnaðarmannasalnum í Skipholti 70. Reiknað er með að endanleg úrslit liggi fyrir fyrir miðnætti.

30 manns gefa kost á sér í forvalinu en kjósendur eiga að raða frambjóðendum í fjögur efstu sætin í kjördæmunum, þ.e. raða þremur í fyrsta sæti, þremur í annað sæti og svo framvegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×