Innlent

Átta sækja um Listasafn Íslands

Listasafn Íslands
Listasafn Íslands

Átta umsóknir bárust Menntamálaráðuneytinu um embætti forstöðumanns Listasafns Íslands. Umsækjendurnir eru: Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, Birna Kristjánsdóttir, myndlistarmaður, Einar Hákonarson, myndlistarmaður, Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður, Dr. Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur, Hanna Guðrún Styrmisdóttir, myndlistarmaður, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri og Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri.

Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. mars 2007, að fenginni umsögn safnráðs.

Fráfarandi fostöðumaður Listadafnsins er Ólafur Kvaran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×