Innlent

Dómskerfið íhaldssamt í forsjármálum

Íslenska dómskerfið er íhaldssamt í forsjármálum, að mati stjórnarmanns í Félagi ábyrgra feðra. Hann segir lögin gölluð og vill að dómarar fái heimild til að dæma sameiginlega forsjá yfir börnum.

Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem móðir fékk fullt forræði yfir tveimur sonum sínum, sem eru báðir á grunnskólaaldri, þótt dómskvaddir sérfræðingar hafi mælt með því að drengirnir hefðu lögheimili á sitt hvorum staðnum, það hentaði drengjunum betur. Jafnframt líta sérfræðingarnir svo á að forsendur foreldra til sátta minnki fremur en aukist ef annað foreldrið fær forsjá beggja drengja. Þrátt fyrir það er móðurinni dæmd forsjá beggja drengja og föðurnum rúmlega helgarumgengni. Rúnar Gíslason, stjórnarmaður í Félagi ábyrgra feðra, telur að það hafi færst í vöxt að dómar gangi gegn mati sérfræðinga í slíkum málum. Hann segir lögin gölluð og vill að dómstólar hafi heimild til að dæma sameiginlega forsjá foreldra. Slík heimild hafi verið í lögum í Svíþjóð í um áratug og reynslan af þeim góð enda hafi hún verið ítrekuð við endurskoðun barnalaga þar í sumar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×