Innlent

Sveitarstjórn geti gefið framkvæmdaleyfi með staðfestingu aðalskipulags

Við viljum ekki virkjanir í Jökulsám Skagafjarðar í tillögum að aðalskipulagi, segir í ályktun fjölmenns fundar sem haldinn var í félagsheimilinu Árgarði í Lýtingsstaðahreppi í gækvöldi.

Fundurinn var haldinn að frumkvæði áhugahóps um verndun Jökulsánna í Skagafirði. Margir heimamenn eru ósáttir við að meirihluti sveitarstjórnar hafi sett bæði Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun inn á tillögu að aðalskipulagi.

,,Það þýðir í raun og veru,“ segir Gísli Rúnar Konráðsson, einn aðstandenda fundarins, ,,að sveitarstjórn getur gefið framkvæmdaleyfi við Villinganesvirkjun ef aðalskipulagið verður staðfest.“

Þorsteinn J. var á fundinum í Árgarði gær og sýnir fundagerðina í þættinum Ísland í dag í kvöld klukkan 18.55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×