Framsóknarráðherra lét hlera síma sjálfstæðismanna 29. nóvember 2006 12:18 Sjálfstæðismenn töldu að símar forystumanna Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og Vísis væru hleraðir á fjórða áratug síðustu aldar, í tíð vinstristjórnar sem þá var við völd. Maðurinn sem sagður er hafa flett ofan af þessum meintu hlerunum var Bjarni Benediktsson, sem seinna átti eftir að fyrirskipa hleranir á símum vinstrimanna þegar hann varð dómsmálaráðherra. Ólafur Hannibalsson hefur nýlega fengið í hendur gögn frá Þjóðskjalasafninu sem staðfesta að símar föður hans, Hannibals Valdimarssonar, voru hleraðir árið 1961 þegar hann var alþingismaður og forseti Alþýðusambands Íslands. Hlerunin fór fram að beiðni dómsmálaráðuneytisins í ráðherratíð Bjarna Beneditkssonar sem síðar varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Fleiri símar voru hleraðir að ósk Bjarna, þ.á m. símar Kjartans Ólafssonar þegar hann var framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins og framkvæmdastjóri Samtaka hernámsandstæðinga. En sjálfstæðismenn óttuðust líka að símar þeirra væru hleraðir. Á fjórða áratugnum, kreppuárunum, var við völd ríkisstjórn sem kölluð var stjórn hinna vinnandi stétta, með Hermann Jónasson, Framsóknarflokki, í stól dómsmálaráðherra. Ólafur Hannibalsson segir að þá hafi símhleranir verið fyrirskipaðar undir því yfirskyni að hlera leigubílstjóra sem stunduðu leynivínsölu. „En þeir töldu sig hafa gögn fyrir því að símar forvígismanna Sjálfstæðisflokksins og blaða Sjálfstæðisflokksins hefðu verið hleraðir og brugðust náttúrlega ókvæða við, eins og ég geri núna," segir Ólafur. Hann segir að það hafi verið Bjarni Benediktsson, þá ungur lagaprófessor, sem gengið hafi fram fyrir skjöldu og „flett ofan af þessari ósvinnu". Stj.mál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Sjálfstæðismenn töldu að símar forystumanna Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og Vísis væru hleraðir á fjórða áratug síðustu aldar, í tíð vinstristjórnar sem þá var við völd. Maðurinn sem sagður er hafa flett ofan af þessum meintu hlerunum var Bjarni Benediktsson, sem seinna átti eftir að fyrirskipa hleranir á símum vinstrimanna þegar hann varð dómsmálaráðherra. Ólafur Hannibalsson hefur nýlega fengið í hendur gögn frá Þjóðskjalasafninu sem staðfesta að símar föður hans, Hannibals Valdimarssonar, voru hleraðir árið 1961 þegar hann var alþingismaður og forseti Alþýðusambands Íslands. Hlerunin fór fram að beiðni dómsmálaráðuneytisins í ráðherratíð Bjarna Beneditkssonar sem síðar varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Fleiri símar voru hleraðir að ósk Bjarna, þ.á m. símar Kjartans Ólafssonar þegar hann var framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins og framkvæmdastjóri Samtaka hernámsandstæðinga. En sjálfstæðismenn óttuðust líka að símar þeirra væru hleraðir. Á fjórða áratugnum, kreppuárunum, var við völd ríkisstjórn sem kölluð var stjórn hinna vinnandi stétta, með Hermann Jónasson, Framsóknarflokki, í stól dómsmálaráðherra. Ólafur Hannibalsson segir að þá hafi símhleranir verið fyrirskipaðar undir því yfirskyni að hlera leigubílstjóra sem stunduðu leynivínsölu. „En þeir töldu sig hafa gögn fyrir því að símar forvígismanna Sjálfstæðisflokksins og blaða Sjálfstæðisflokksins hefðu verið hleraðir og brugðust náttúrlega ókvæða við, eins og ég geri núna," segir Ólafur. Hann segir að það hafi verið Bjarni Benediktsson, þá ungur lagaprófessor, sem gengið hafi fram fyrir skjöldu og „flett ofan af þessari ósvinnu".
Stj.mál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira