Stríð gegn hryðjuverkum notað sem skálkasjól til hlerana 28. nóvember 2006 18:30 Ólafur Hannibalsson MYND/Vilhelm Ólafur Hannibalsson segir í uppsiglingu að stríðið gegn hryðjuverkum verði notað með sama hætti og kalda stríðið, til að afsaka hleranir á símum fólks. Bæði heima- og vinnusími föður hans voru hleraðir þegar hann var þingmaður og forseti Alþýðusambandsins á sjöunda áratugnum. Gögn frá Þjóðskjalasafninu staðfesta að símar Hannibals Valdimarssonar voru hleraðir árið 1961 og ekki er tilgreint hvað þær hleranir stóðu lengi. Ólafur, sonur Hannibals, segir rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir hlerununum mjög óljósan. Ólafur segir að í beiðni dómsmálaráðuneytisins um hlerarnirnar á sínum tíma, sé talað um að heitar umræður séu í þjóðfélaginu og hótanir liggi nánast í loftinu um valdbeitingu sem geti ógnað öryggi ríkisins. Á þessum tíma stóðu yfir heitar deilur á Alþingi um samninginn um 12 mílna fiskveiðilögsögu Íslands og greinilegt að ráðmenn vildu vita hvað Hannibal hafði að segja í síma Alþýðusambandsins og heimasíma sinn. En Hannibal var þá þingmaður Alþýðubandalagsins og hafði verið félagsmálaráðherra í ríkisstjórn sem sat á undan þáverandi stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks - viðreisninni. Hannibal þótti róttækur og hafði m.a. verið fluttur í böndum frá Bolungarvík til Ísafjarðar árið 1932 vegna afskipta hans af verkalýðsmálum. Ólafur segir að það geti vel verið að stjórnvöld hafi haft ástæðu til að óttast stjórnmálamanninn Hannibal Valdimarsson, en málið snúist ekki um það. "Málið snýst um grundvallarréttindi allra borgara í þessu þjóðfélagi, að þeir geti óhultir talað í sína síma og átt sín símtöl eins og þau séu innan fjögurra veggja. Þar við bætist að hann átti rétt sem þingmaður á þinghelgi," segir Ólafur. Gögnin sem Þjóðskjalasafnið hefur afhent Ólafi eru afrit af bréfi dómsmálaráðuneytisins, þar sem farið er fram á úrskurð um hleranir á símum Hannibals og afrit af úrskurði sakadómarans. Ólafur segir að allra leiða verði leitað til að fá öll gögn um þessar hleranir og bakgrunn þeirra upp á yfirborðið. "Við viljum fá að vita hverjir framkvæmdu hlerarnirnar, hvar þær voru framkvæmdar og hvað þær stóðu lengi," segir Ólafur. Þá segir hann nauðsynlegt að fá upplýst hvert hlerararnir fóru með sínar upplýsingar, til hvaða manna og hvort málið hafi e.t.v. náð út fyrir landsteinana. Þar segist Ólafur eiga við, hvort upplýsingunum hafi verið miðlað til erlendra ríkja. Ólafur telur ástæðu til að óttast að stjórnvöld í dag beiti svipuðum vinnubrögðum. Nú sé í uppsiglingu að nota s.k. stríð gegn hryðjuverkum á svipaðan hátt og kalda stríðið. "Þannig að enginn megi vera óhultur fyrir föðurlegri umsjá ríkisvaldsins, þannig að þeir geti farið inn í síma hvenær sem er og hvar sem er," segir Ólafur Hannibalsson. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Ólafur Hannibalsson segir í uppsiglingu að stríðið gegn hryðjuverkum verði notað með sama hætti og kalda stríðið, til að afsaka hleranir á símum fólks. Bæði heima- og vinnusími föður hans voru hleraðir þegar hann var þingmaður og forseti Alþýðusambandsins á sjöunda áratugnum. Gögn frá Þjóðskjalasafninu staðfesta að símar Hannibals Valdimarssonar voru hleraðir árið 1961 og ekki er tilgreint hvað þær hleranir stóðu lengi. Ólafur, sonur Hannibals, segir rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir hlerununum mjög óljósan. Ólafur segir að í beiðni dómsmálaráðuneytisins um hlerarnirnar á sínum tíma, sé talað um að heitar umræður séu í þjóðfélaginu og hótanir liggi nánast í loftinu um valdbeitingu sem geti ógnað öryggi ríkisins. Á þessum tíma stóðu yfir heitar deilur á Alþingi um samninginn um 12 mílna fiskveiðilögsögu Íslands og greinilegt að ráðmenn vildu vita hvað Hannibal hafði að segja í síma Alþýðusambandsins og heimasíma sinn. En Hannibal var þá þingmaður Alþýðubandalagsins og hafði verið félagsmálaráðherra í ríkisstjórn sem sat á undan þáverandi stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks - viðreisninni. Hannibal þótti róttækur og hafði m.a. verið fluttur í böndum frá Bolungarvík til Ísafjarðar árið 1932 vegna afskipta hans af verkalýðsmálum. Ólafur segir að það geti vel verið að stjórnvöld hafi haft ástæðu til að óttast stjórnmálamanninn Hannibal Valdimarsson, en málið snúist ekki um það. "Málið snýst um grundvallarréttindi allra borgara í þessu þjóðfélagi, að þeir geti óhultir talað í sína síma og átt sín símtöl eins og þau séu innan fjögurra veggja. Þar við bætist að hann átti rétt sem þingmaður á þinghelgi," segir Ólafur. Gögnin sem Þjóðskjalasafnið hefur afhent Ólafi eru afrit af bréfi dómsmálaráðuneytisins, þar sem farið er fram á úrskurð um hleranir á símum Hannibals og afrit af úrskurði sakadómarans. Ólafur segir að allra leiða verði leitað til að fá öll gögn um þessar hleranir og bakgrunn þeirra upp á yfirborðið. "Við viljum fá að vita hverjir framkvæmdu hlerarnirnar, hvar þær voru framkvæmdar og hvað þær stóðu lengi," segir Ólafur. Þá segir hann nauðsynlegt að fá upplýst hvert hlerararnir fóru með sínar upplýsingar, til hvaða manna og hvort málið hafi e.t.v. náð út fyrir landsteinana. Þar segist Ólafur eiga við, hvort upplýsingunum hafi verið miðlað til erlendra ríkja. Ólafur telur ástæðu til að óttast að stjórnvöld í dag beiti svipuðum vinnubrögðum. Nú sé í uppsiglingu að nota s.k. stríð gegn hryðjuverkum á svipaðan hátt og kalda stríðið. "Þannig að enginn megi vera óhultur fyrir föðurlegri umsjá ríkisvaldsins, þannig að þeir geti farið inn í síma hvenær sem er og hvar sem er," segir Ólafur Hannibalsson.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira