Golf

Enn fellur Michelle Wie úr keppni

Michelle Wie
Michelle Wie NordicPhotos/GettyImages
Bandaríska undrabarnið Michelle Wie náði sér ekki á strik á Casino World Open mótinu í japan sem nú stendur yfir og komst ekki í gegn um niðurskurð á mótinu. Wie lék fyrstu tvo hringina á 17 höggum yfir pari og endaði í næst síðasta sæti. Hún hefur því fallið úr keppni á 11 af 12 karlamótum sem hún hefur tekið þátt í. Wie er aðeins 17 ára gömul en er staðráðin í að halda áfram að reyna sig með körlunum þrátt fyrir mótlætið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×