Innlent

Baugur hótar Ekstra-blaðinu málssókn

Lögfræðingar Baugs kanna nú hvort grundvöllur sé til málshöfðunar gegn danska Ekstra-blaðinu, vegna skrifa þess um fyrirtækið að undanförnu. Í fréttatilkynningu, sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sendi frá sér í dag segir að fyrirtækið mótmæli harðlega röngum staðhæfingum blaðsins og að blaðagreinar þess séu fullar af villum. Þá hafi blaðið ítrekað neitað að birta athugasemdir frá Baugi. Segir Jón Ásgeir ljóst að fyrirtækið muni verja sig með lagalegum ráðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×