Innlent

Lúðvík og Jón yfirgáfu kosningavöku Samfylkingarinnar

Ragnheiður Hergeirsdóttir og Lúðvík Bergvinsson.
Ragnheiður Hergeirsdóttir og Lúðvík Bergvinsson. MYND/Vísir
Búist er við því að lokatölur í prófkjöri Samfylkingarinnar verði birtar fljótlega eftir klukkan tíu. Athygli vekur á Hóteli Selfossi, þar sem Samfylkingin er með kosningavöku, að alþingismennirnir Lúðvík Bergvinsson og Jón Gunnarsson yfirgáfu samkvæmið fyrir allnokkru síðan. Lúðvík er í fjórða sæti í prófkjörinu samkvæmt nýjustu tölum og Jón í því fimmta en færist í sjötta sætið samkvæmt prófkjörsreglum flokksins vegna kynjahlutfalla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×