Innlent

Björgvin búinn að tryggja sér fyrsta sætið

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður, ræðir við Róbert Marshall en við hlið hans er Björgvin G. Sigurðsson.
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður, ræðir við Róbert Marshall en við hlið hans er Björgvin G. Sigurðsson. MYND/Vísir

Björgvin G. Sigurðsson hefur sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Búið er að telja 4.700 atkvæði og er Lúðvík að styrkja stöðu sína í 2. sætið. Fjörtíu og fjórum atkvæðum munar nú á Lúðvíki og Ragnheiði í 2. sætið.

Þegar búið er að telja 4.700 atkvæði er staðan þessi: Björgvin er með 1.529 atkvæði í 1. sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 2. sæti með 1.430 atkvæði í 1-.2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti með 1.819 atkvæði í 1.-3. sætið. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 4. sæti með 1.995 atkvæði í 1.-4. sætið. Jón Gunnarsson er í 5. sæti með 1.810 atkvæði í 1.-5. sætið. Guðrún Erlingsdóttir er í 6. sæti. Jenný Þórkalta Magnúsdóttir er í 7. sæti.

Samkvæmt reglum prófkjörsins þurfa bæði kynin að skipa að minnsta kosti tvö af fimm efstu sætunum. Miðað við þessar reglur víxlast sæti Jóns og Guðrúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×