Golf

Azinger verður fyrirliði

Kylfingurinn Paul Azinger hefur verið útnefndur fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder keppninni sem fram fer í heimalandi hans eftir tvö ár. Azinger tekur við af Tom Lehman, sem var fyrirliði bandaríska liðsins sem tapaði stórt fyrir liði Evrópu fyrir nokkrum vikum.

Nick Faldo verður fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni eftir tvö ár, en Azinger þótti líklegastur til að hreppa hnossið hjá Bandaríkjunum svo að ekki er hægt að segja að tíðindin í dag hafi komið mikið á óvart. Lið Evrópu hefur unnið í síðustu þrjú skipti sem keppnin hefur farið fram.

Azinger hefur fjórum sinnum tekið þátt í Ryder-keppninni sem óbreyttur kylfingur - 1989, 1991, 1993 og 2002. Hann hefur spilað 15 leiki í heildina, unnið fimm þeirra og gert þrjú jafntefli.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×