Innlent

Yoko Ono vekur athygli í Reykjavík

Tugir erlendra fjölmiðlamanna voru viðstaddir blaðamannafund Yoko Ono í Reykjavík nú síðdegis þegar hún kynnti friðarsúlu sína og afhendingu friðarverðlauna. Yoko kvaðst velja Ísland vegna stöðu landsins á norðurhveli jarðar og nýtingar Íslendinga á orkulindum sínum.

Greinilegt er að koma Yoko Ono til Reykjavíkur að þessu sinni vekur athygli víða um heim, ef marka má blaðamannafund hennar síðdegis. Auk íslenskra fjölmiðla voru þar á annan tug erlendra fjölmiðlamanna, einkum frá Bretlandi og Japan, en einnig frá alþjóðlegum fréttastofum. Skýrt var frá því að tvenn alþjóðleg samtök, Læknar án landamæra, og Samtök sem berjast fyrir stjórnarskrárvörðum rétti fólks, hefðu hlotið friðarverðlaun Johns Lennon og Yoko Ono. Yoko notaði þó tímann til að greina frá friðarsúlu þeirri sem verða mun í Viðey. Þetta verður 20-30 metra há ljóssúla sem er ætlað með táknrænum hætti að varpa friðarboðskap Lennons og Yoko um heiminn. Sjálf segist Yoko hafa valið Ísland vegna stöðu landsins á norðurhveli jarðar, nýtingar Íslendinga á orkulindum sínum og tengingar þeirra við álfa og huldufólk.

Greinilegt er að koma Yoko Ono til Reykjavíkur að þessu sinni vekur athygli víða um heim, ef marka má blaðamannafund hennar síðdegis. Auk íslenskra fjölmiðla voru þar á annan tug erlendra fjölmiðlamanna, einkum frá Bretlandi og Japan, en einnig frá alþjóðlegum fréttastofum. Skýrt var frá því að tvenn alþjóðleg samtök, Læknar án landamæra, og Samtök sem berjast fyrir stjórnarskrárvörðum rétti fólks, hefðu hlotið friðarverðlaun Johns Lennon og Yoko Ono. Yoko notaði þó tímann til að greina frá friðarsúlu þeirri sem verða mun í Viðey. Þetta verður 20-30 metra há ljóssúla sem er ætlað með táknrænum hætti að varpa friðarboðskap Lennons og Yoko um heiminn. Sjálf segist Yoko hafa valið Ísland vegna stöðu landsins á norðurhveli jarðar, nýtingar Íslendinga á orkulindum sínum og tengingar þeirra við álfa og huldufólk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×