Innlent

Konur þriðjungur álversstarfsmanna á Reyðarfirði

Mikil ásókn er í störf í álverinu á Reyðarfirði og hafa yfir fimmtánhundruð umsóknir borist. Þótt konur séu þriðjungur þeirra starfsmanna, sem þegar hafa verið ráðnir, vilja forsvarsmenn Alcoa-Fjarðaáls ná jöfnu kynjahlutfalli og bjóða því konum í sérstaka heimsókn á morgun.

Framkvæmdir við álver Alcoa-Fjarðaáls eru nú ríflega hálfnaðar og er framleiðsla raunar þegar hafin að hluta, í bakskautaverksmiðju. Alls verða um 400 starfsmenn ráðnir til fyrirtækisins og er þegar búið að ráða um 170 þeirra. Námskeið fyrir nýja starfsmenn standa yfir þessa dagana en Tómas Már Sigurðsson forstjóri segir að markmið um jafnt kynjahlutfall meðal starfsmanna hafi ekki náðst enn. Þótt það teljist hátt hlutfall í starfsemi sem þessari að konur séu þriðjungur starfsmanna vilji fyrirtæki gera enn betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×