Golf

Woods í algjörum sérflokki

Tiger Woods er heldur betur að hrista af sér slenið eftir Ryder bikarinn á dögunum
Tiger Woods er heldur betur að hrista af sér slenið eftir Ryder bikarinn á dögunum NordicPhotos/GettyImages

Besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, er í algjörum sérflokki á heimsmótinu í golfi sem fram fer á Englandi og hefur nú fimm högga forystu á þrjá næstu menn á mótinu eftir að leiknir hafa verið tveir hringir.

Woods lék á 64 höggum í dag, eða 7 undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari eftir tvo daga. Næstir honum koma þeir Jim Furyk, David Howell og Stewart Cink, en þeir eru allir á 10 höggum undir pari og því þarf mikið að koma uppá hjá hinum sjóðheita Woods svo hann missi gott forskot sitt.

Aðeins landi Woods, Brett Quigley, náði að leika eftir frábæra spilamennsku hans í dag og lauk hringnum á 64 höggum - og er nú á 8 höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×