Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í úrslitaþætti raunveruleikaþáttarins Rock Star: Supernova í nótt. Kanadamaðurinn Lukas Rossi fór með sigur af hólmi og verður næsti söngvari hljómsveitarinnar Supernova.
Lára Ómarsdóttir er í Los Angeles. Hún hitti Tommy Lee, Magna og aðra þátttakendur að keppninni lokinni.