Viðskipti innlent

Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands

Fjöltækniskóli Íslands.
Fjöltækniskóli Íslands. Mynd/Hari

Fjöltækniskóli Íslands hefur keypt allt hlutafé í Flugskóla Íslands og verður starfsemi Flugskólans að mestu flutt frá Reykjavíkurflugvelli í húsnæði Fjöltækniskólans. Með sameiningunni er horft til þess að nám flugmanna verði viðurkennt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, að sögn skólastjóra Flugskólans.

Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskólans, segir samruna skólanna mjög spennandi kost og opni nemendum skólans fleiri möguleika enda eigi þeir kost á fleiri námsleiðum og betri aðstöðu en nú. Til lengri tíma verði flugnámið viðurkenndara nám en nú, að hans sögn.

Baldvin segir flugnema geta nú fengið hluta af námskostnaði sínum að láni hjá LÍN en þurfi að fá afganginn annars staðar frá. Horfir hann til þess að í framtíðinni geti nemendur skólans fengið allan kostnað sinn að láni frá LÍN líkt og nemendur Fjöltækniskólans.

Að sögn Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Fjöltækniskólans er kaupverð trúnaðarmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×