Erlent

Discovery tengd geimstöðinni ISS

Tenging geimskutlunnar Discovery við alþjóðlegu geimstöðina ISS gekk áfallalaust fyrir sig og er áhöfn ferjunnar nú komin um borð í geimstöðina. Á móti henni tóku rússinn Pavel Vinogradov og Bandaríkjamaðurinn Jeff Williams en áhöfnin mun dvelja í geimstöðinni í átta daga að undanskildum þjóðverjanum Thomas Reiter sem mun dvelja í geimstöðinni í hálft ár. Tilgangur ferðarinnar er að flytja vistir og tæki til stöðvarinnar og að fara í geimgöngur vegna viðgerða á geimstöðinni. Fram að þessu hefur ferð Discovery gengið að óskum og vonast menn til að það þýði að tekist hafi að leysa vandamál sem orðið hafa til þess að einangrunarfroða hefur fallið af eldsneytistönkum vélarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×