Erlent

Dansað á götum Ítalíu

Mynd/AP

Tugþúsundir Ítala þustu út á götur Rómarborgar í gær og fögnuðu sigri Ítala á Þjóðverjum í undanúrslitum HM í knattspyrnu. Leikurinn, sem var æsispennandi, fór í framlengingu og þegar allt útlit var fyrir að úrslit réðust í vítaspyrnukeppni skoruðu Ítalar tvö mörk á lokamínútu framlengarinnar. Stemmningin á Ítalíu var gríðarleg. Þokulúðrar voru þeyttir, kveikt var á blysum og dansað um götur borgarinnar. Í Þýskalandi leyndu vonbrigðin sér ekki þegar ljóst var að lið þjóðverja spilar ekki til úrslita á HM að þessu sinni en miklar vonir voru bundnar við að Þýskaland yrði heimsmeistarar á heimavelli sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×