Erlent

Skógareldar í Norður-Arizona

Rýma þurfti yfir fimm hundruð heimili og fyrirtæki í Norður-Arizona í Bandaríkjunum í gær vegna mikilla skógarelda sem þar geysa.

Eldurinn er nú að mestu uppi á hásléttu og berjast slökkviliðsmenn nú við að halda honum frá miklu gljúfri þar sem bálið gæti breitt hratt úr sér. Eldurinn hafði í gær étið upp nærri tólf ferkílómetra af þurru gróðurlendi en aðstæður hafa verið afar erfiðar: ofan á hitann og þurrkinn bætist nú talsverður vindur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×