Innlent

Hvalfjarðargöngin enn lokuð, óvíst hvenær opnar á ný

Hvalfjarðargöngin eru enn lokuð vegna þriggja bíla áreksturs niðri í göngunum rétt um klukkan hálffimm. Níu manns voru í bílunum og voru allir fluttir á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss til rannsókna en slys á fólki eru ekki talin alvarleg. Bílarnir eru töluvert skemmdir og þarf að fjarlægja þá með kranabíl. Þetta gæti tekið nokkurn tíma og því óvíst hvenær göngin verða opnuð á ný.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og framan á fólksbíl sem kom á móti. Við það kastaðist næsti bíll á eftir á fólksbílinn. Alls voru níu manns um borð í bifreiðunum og voru allir fluttir á slysadeild Landspítalans en lögreglan segir þó engan hafa slasast alvarlega.

Lögreglan biður fólk um að aka varlega nú þegar fyrsta stóra ferðahelgin er gengin í garð, slaka á bensíngjöfinni, spenna beltin og sýna tillitsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×