Innlent

Stakk lögguna af á sundi

Lögreglumenn frá Hvolsvelli lentu í óvenjulegri eftirför þegar þeir vildu ná tali af manni sem var á ferð á dráttarvél eftir Oddavegi og virtist vera undir áhrifum áfengis. Hann tók á rás yfir mýrar og móa og löggan á eftir og þegar kom að Ytri-Rangá, til móts við bæinn Bjólu, óð maðurinn út í og synti niður eftir ánni þegar lögreglumenn óðu á eftir honum.

Þegar hann kom upp úr tók hann aftur á rás og hvarf þar sjónum lögreglumannanna. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að leita að manninum, þar sem lögregla hafði áhyggjur af afdrifum hans og var leitað án árangurs obbann úr nóttinni. Maðurinn virðist hafa falið sig fyrir leitarmönnum meðan þeir fínkembdu svæðið, því hann gaf sig svo fram á sveitabæ um einn kílómetra frá ánni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×