Innlent

Enginn lax veiddist í Norðurá í gær

Mynd/Vísir

Engin lax veiddist í Norðurá í gær, þegar veiðitímabílið hófst þar og stjórnarmenn í Stangveiðifélagi Reykjavíkur reyndu þar fyrir sér. Menn eru þó síður en svo svartsýnir á framhaldið, enda var áin óvenju vatnsmikil, köld og gruggug í gær. Veiðin fer nú að hefjast í einni ánni af annarri og þrátt fyrir að veiðileyfin hafi sumstaðar verið hækkuð nokkuð á milli ára, mun nú þegar vera orðið erfitt að fá veiðileyfi í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×