Sport

Neville missti af æfingu

Gary Neville
Gary Neville MYND/AFP

Gary Neville, leikmaður Manchester United og enska landsliðsin var ekki á æfingu með landsliðinu í morgun. Leikmaðurinn meiddist lítillega í leiknum við Ungverja á þriðjudaginn. Það er nárinn sem er að angra leikmanninn en læknar enska liðsins segja þetta ekki alvarlegt.

"Það er mikilvægt að taka ekki neina áhættu með Neville. Við þurfum á honum að halda og hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur" sagði Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×