Forsætisráðherra vill bíða skýrslu um símhleranir 1. júní 2006 12:45 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra MYND/Stefán Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira