Innlent

Meirihluti í Fjallabyggð

Siglufjörður.
Siglufjörður. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Fjallabyggð, nýju sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, ákváðu í gærkvöldi að mynda meirihluta í bæjarstjórn. Drög að málefnasamningi verða kynnt íbúum sveitarfélagsins á næstunni og auglýst eftir bæjarstjóra.

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Árborg náðu ekki að ganga frá samkomulagi um meirihlutasamstarf á fundi sínum í gærkvöldi, en halda viðræðum áfram.

Sjálfstæðisflokkur og Borgarlistinn ætla að halda samstarfi áfram í Borgarbyggð og Sjálfstæðisflokkur og Samfylking halda samningaviðræðum sínum áfram eftir hádegi.

Þá var ákveðið á fundi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði í gær að Aldís Hafsteinsdóttir, sem leitt hefur lista flokksins í tveimur síðustu kosningum, verði bæjarstjóri, og mun hún vera fyrsta konan til að gegna því starfi til þessa. Sjálfstæðirflokkurinn fékk hreinan meirihluta í bænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×