Innlent

Atlantsolía opna sjöttu bensínstöðina á höfuðborgarsvæðinu

MYND/Haraldur Jónasson

Atlantsolía opnar sína sjöttu bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu í dag og er hún við rætur Öskjuhlíðar, beint fyrir neðan Keiluhöllina.

Nú eru orðin tvö og hálft ár síðan félagið hóf beina samkeppni við stóru olíufélögin og dótturfélög þeirra og hafa verðbreytingar á bensíni aldrei verið eins tíðar og eftir að Atlantsolía kom inn á markaðinn. Það er væntanlega vísbending um að samkeppnin sé að verða virkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×