Erlent

Fjöldi látinna kominn í tæplega 6000

Maður leitar í rústum húss síns á Jövu.
Maður leitar í rústum húss síns á Jövu. MYND/AP

Fjöldi látinna eftir að jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter reið yfir indónesísku eyjuna Jövu er nú kominn í tæplega sex þúsund. Þá eru tæplega 650 þúsund manns heimilislausir samkvæmt yfirvöldum í landinu og vinna sjálfboðaliðar nú hörðum höndum við að koma vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum til fórnarlamba hamfaranna. Þrátt fyrir að eldfjallið Merapi haldi áfram að spúa ösku og gasi eftir jarðskjálftann, halda bændur áfram vinnu sinni eins og vanalega en hættan á gosi er þó mikil. Skjálftinn er sá fjórði í Indónesíu á síðustu 17 mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×