Erlent

Dæmt í Enron-málinu

Jeff Skilling til vinstri, ásamt lögfræðingi sínum
Jeff Skilling til vinstri, ásamt lögfræðingi sínum MYND/AP

Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Enron, Ken Lay og Jeffrey Skilling, voru í gær fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða, í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Skilling getur átt von á allt að 185 ára fangelsi en Lay getur búist við allt að 65 ára fangelsi.

Mennirnir tveir lugu að starfsmönnum Enron og fjárfestum til að fela gríðarlegan taprekstur fyrirtækisins en högnuðust sjálfir á því að selja hlutabréf sín áður en upp komst um tapið. Þeir héldu báðir fram sakleysi sínu og segjast hneykslaðir á dómnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×