Erlent

Hafði ekkert með árásirnar 11. september að gera

Osama bin Laden
Osama bin Laden Mynd/AP

Zacarias Moussaoui hafði ekkert með hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 að gera. Þetta segir Osama bin Laden á hljóðupptöku sem birtist á vefsíðu í kvöld.

Þar segist bin Laden hafa sjálfur valið alla þá nítján menn sem tóku þátt í árásunum sem kostuðu hátt í þrjú þúsund manns lífið í New York og Washington og því viti hann um hvað hann er að tala.

Moussaoui er eini maðurinn sem hefur verið sakfelldur fyrir aðild að árásunum en hann var á dögunum dæmdur til lífstíðarvistar í fangelsi án möguleika á að vera leystur úr haldi. Hann lýsti sig sekan en dró játningu sína til baka skömmu eftir að dómur féll. Röddin á upptökunni þykir mjög lík rödd bin Ladens en ekki hefur þó verið staðfest að hann tali á upptökunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×