Erlent

Ísraelsher skaut palestínska konu

Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum.

Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×