Innlent

Færri frá Reykjanesbæ inn á BUGL

Innlögnum á barna- og unglingageðdeild frá Reykjanesbæ hefur fækkað um helming á milli ára. Yfirsálfræðingur bæjarins þakkar góðu forvarnarstarfi árangurinn.

Samkvæmt nýjum tölum frá barna- og Unglingageðdeild fækkaði innlögnum á deildina frá Reykjanesbæ um nærri helming á milli áranna 2004 og 2005. Reykjanesbær þjónustar 6,3% aldurshópsins sem Barna- og unglingageðdeild tekur við og árið 2004 endurspeglaðist þetta hlutfall í innlögnum inn á deildina, en í fyrra voru aðeins um þrjú komma fimm prósent þeirra sem lögðust þar inn frá Reykjanesbæ. Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ, segir að góðu forvarnastarfi megi þakka, auk þess sem meðferðarþátturinn hafi verið styrktur og samstarf milli félagsþjónustu, fræðsluskrifstofu og heilsugæslu sé mjög náið.

Með því að byrja forvarnarstarfið fyrr og bjóða upp á námskeið í uppeldistækni fyrir foreldra allra tveggja ára barna, eins og gert sé í Reykjanesbæ megi koma í veg fyrir innlagnir á barna- og unglingageðdeild. Gylfi telur að oftar en ekki sé hægt að leysa málin í heimabyggð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×