Innlent

Forsendurnar brostnar

Forsendur kjarasamninga eru brostnar segir aðalhagfræðingur Alþýðusambandsins. Þúsundir manna hafi orðið fyrir kjaraskerðingu vegna verðbólgunnar. Fjármálaráðherra segir rangt að verðbólgan hafi étið upp forsendur samninganna.

Kjarasamningar verða endurskoðaðir í haust. Fjögurra manna forsendunefnd frá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu mun þá fara yfir forsendur samninganna og eins og staðan er nú virðist útlit fyrir að þeim verði sagt upp í desember. Málið blasir aðeins öðruvísi við Árna Mathiesen fjármálaráðherra, sem segir ekki rétt að verðbólgan hafi étið upp forsendur samninganna. Þvert á móti hafi kaupmáttur taxtalauna aukist á árinu og því sama sé spáð á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×