Erlent

Hælisleitendur í mótmælasvelti

Um 40 afganskir flóttamenn sem hafa óskað eftir hæli á Írlandi hóta því að svipta sig lífi ef lögregla reynir að reka þá úr kapellu í Dyflinni þar sem þeir hafa haldið til. Allt eru þetta karlmenn á aldrinum 17 til 45 ára og hafa þeir verið í mótmælasveldi í um viku.

10 þeirra voru fluttir á sjúkrahús fyrr í vikunni vegna ofþornunar. Kirkjunar menn, lögfræðingar og sérþjálfaðir samningamenn hafa reynt að tala um fyrir mönnunum og semja við þá en án árangurs. Mennirnir óttast það að þeir verði pyntaðir verði þeir sendir aftur til síns heima. Sumir eru sagðir hafa tengsl við Talíbana.

Berti Ahern, forsætisráðherra, segir að mennirnir fái ekki sér meðferð og verið mál þeirra að fara í gegnum kerfið líkt og hjá öðrum hælisleitendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×