Innlent

Tap Framsóknar skaðar stjórnarsamstarf

Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í borginni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, frjálslyndir ná inn manni en Framsókn ekki. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að ef niðurstaðan verði á þessum nótum muni það hafa alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarmenn sitji ekki undir því að taka einir á sig óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

Rétt tæp 50 % atkvæða í borginni myndu skila Sjálfstæðismönnum átta borgarfulltrúum af fimmtán - hreinum meirihluta samkvæmt þessari könnun. Samfylkingarfylgið mælist með 29,8 prósent fylgi - sem skilar fimm borgarfulltrúum. Níu prósent segjast kjósa vinstri græna sem kemur Svandísi Svavarsdóttur í Borgarstjórn - en mestur skriður - hlutfallslega virðist vera á Frjálslyndum - þeir mælast með 7 komma 9 prósenta fylgi og Ólafur F. Magnússon er þá kjomin innúr kuldanum. Svalara er um Björn Inga Hrafnsson sem nær ekki kjöri í borgarstjórn, samkvæmt könnuninni. Þrjú komma níu prósent segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn.

Björn Ingi Hrafnsson gerir bága stöðu flokksins að umtali á heimasíðu sinni og vitnar til orða spekinga um að þarna kunni Framsóknaraflokkurinn í sveitarestjórnum að vera að gjalda fyrir óvinsæl verk ríkisstjórnarinnar - á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn virðist bæta mjög víða við sig. Ef þetta verði raunin muni það hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið segir Björn Ingi - Framsókanrflokkurinn muni ekki sitja undir því að standa einir í vörn fyir verk ríkissdtjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×