Erlent

Átök milli fanga og fangavarða í Guantanamo-búðunum

Frá fangabúðunum á Guantanamo-flóa.
Frá fangabúðunum á Guantanamo-flóa. MYND/AP

Til átaka kom milli fanga og fangavarða í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í gær. Fram kemur á fréttavef BBC að fangaverðir voru að reyna að koma í veg fyrir að einn fanginn svipti sig lífi þegar aðrir fangar réðust á þá með vopnum útbúnum úr viftum og öðru tiltæku.

Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjaher tók þó stuttan tíma brjóta árásina á bak aftur. Skömmu áður höfðu þrír aðrir fangar reynt að svipta sig lífi með því að taka ofskamt af verkjalyfjum. Hátt í fjörutíu fangar hafa reynt að svipta sig lífi síðan 2002 og margir farið í mótmælasvelti. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í dag að fangabúðunum yrði lokað þar sem rekstur þeirra bryti gegn alþjóðalögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×