Innlent

Allir viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti

MYND/Hari

Allir stóru viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðalbankans í gær. Glitnir reið á vaðið í gær og hækkaði bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti. Sama gerði SPRON í morgun og nú eftir hádegið hækkauðu KB banki og Landsbankinn sína vexti. Húsnæðisvextir hjá Glitni, Landsbankanum og SPRON hækkuðu í 4,9 prósent en hjá KB í 4,75 prósent. Töluverðar breytingar hafa því orðið á íbúðalánavöxtum frá því að bankarnir fóru að keppa við Íbúðalánasjóð fyrir einu og hálfu ári, en þá buðust íbúðalán á 4,15 prósenta vöxtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×