Innlent

Skriða vaxtahækkana að fara stað

MYND/Róbert

Skriða vaxtahækkana er að fara af stað eftir að Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta í gær. Vextir af húsnæðislánum bankanna eru nú komnir upp í það sama og vextir Íbúðalánasjóðs voru, áður en bankarnir fóru inn á þann markað fyrir hálfu öðru ári.

Glitnir tilkynnti fyrst um vaxtahækkun og þar hækkuðu húsnæðisvextir úr 4,60 prósentum í 4,90 prósent. SPRON fylgdi í kjölfarið og hækkaði upp í sömu tölu og búist er við tilkynningum frá öðrum bönkum um hið sama í dag eða á mánudag. Hækki þeir álíka og Glitnir og SPRON, verða vextir af húsnæðislánum bankanna komnir upp í það sama og vextir íbúðalánasjóðs ríkisins voru áður en samkeppnin hófst fyrir rúmlega hálfu öðru ári. Þá fóru bankarnir alveg niður í 4,15 prósent, og hafa því hækkað vexti sína í þessum flokki um heil 18 prósent á hálfu öðru ári. Hins vegar var mest lánað á 4,35 prósenta vöxtum og nemur hækkunin frá þeirri tölu 14 prósentum á um og innan við einu ári. Greiðslubyrði af tíu milljóna króna láni núna, er hátt í sex þúsund krónum meiri á mánuði, en var við upphaf samkeppni bankanna við Íbúðalánasjóð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×