Innlent

Reykhreinsibúnaður bilaði

Reykur frá járnblendinu. Myndin er úr safni.
Reykur frá járnblendinu. Myndin er úr safni.

Bilun varð í einu reykhreinsivirki Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga í gær. Reykur streymdi því út í loftið um fjögurra klukkutímaskeið áður en bilunin uppgötvaðist.

Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, segir ryk sem streymdi út ekki vera hættulegt en af því hafi orðið sjónmengun. Einn af þremur ofnum járnblendisins er nú rekinn á skertum afköstum vegna bilunarinnar.

Stefnt er að því að gert verði við reykhreinsibúnaðinn í dag og næstu nótt. Til að það sé hægt verður að taka það úr sambandi og þá streymir rykið aftur út um reykháfa verksmiðjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×